Umbætur á stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins

Megin tilgangur þessarar greinar er að veita yfirlit yfir þær umbætur sem gerðar hafa verið á stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins. Þetta er m.a. gert með því að fara yfir helstu úttektir og rannsóknir sem gerðar hafa verið á stjórnsýslunni. Stjórnhættir innan stjórnsýslunnar eru skoðaðir sérstaklega o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pétur Berg Matthíasson
Format: Article
Language:English
Published: University of Iceland 2011-06-01
Series:Stjórnmál og Stjórnsýsla
Online Access:http://www.irpa.is/article/view/1132
Description
Summary:Megin tilgangur þessarar greinar er að veita yfirlit yfir þær umbætur sem gerðar hafa verið á stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins. Þetta er m.a. gert með því að fara yfir helstu úttektir og rannsóknir sem gerðar hafa verið á stjórnsýslunni. Stjórnhættir innan stjórnsýslunnar eru skoðaðir sérstaklega og reynt að leggja mat á það hvernig íslensk stjórnsýsla stendur í raun og veru. Til þess að meta stöðuna eru niðurstöður tveggja nýlegra rannsókna skoðaðar, annars vegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis (RA) og hins vegar alþjóðleg rannsókn á stjórnháttum sem gerð var með aðkomu Alþjóðabankans. Í greininni er reynt að ná utan um þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa farið út í og framkvæmt frá hruni, þ.e.skipulagsbreytingar, sameiningar, breytt verklag, siðvæðingu o.fl. Þetta er m.a. gert með því að greina helstu lagabreytingar. Í lokin er farið í stuttu máli yfir það hvað bíður stjórnvalda nú, bæði frumvörp sem bíða afgreiðslu Alþingis sem og framkvæmd ýmissa tillagna sem lagðar hafa verið fram á síðustu mánuðum og snúa að starfsháttum Stjórnarráðsins. Íslensk stjórnsýsla er á tímamótum og stefnubreyting er að eiga sér stað í átt að aukinni samhæfingu og samstarfi í anda hugmynda um samhæfða eða samhenta stjórnsýslu (joined-up government eða whole-of-government perspective). Engu að síður munu aðferðir og hugmyndir nýskipunar í ríkisrekstri enn vera til staðar þó breyting verði á nokkrum lykilþáttum,s.s. valddreifingu og ábyrgð sem talið er að skerpa þurfi á í kjölfar hrunsins.
ISSN:1670-6803
1670-679X